Erlent

Söngvarinn Jon English látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jon English vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt sem Judas Iscariot í ástralskri uppfærslu á söngleiknum Jesus Christ Superstar.
Jon English vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt sem Judas Iscariot í ástralskri uppfærslu á söngleiknum Jesus Christ Superstar. Vísir/Getty

Ástralski söngvarinn og leikarinn Jon English er látinn, 66 ára að aldri. Guardian greinir frá því að English hafi verið látist eftir að hafa gengist undir aðgerð.

Söngvarinn vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt sem Judas Iscariot í ástralskri uppfærslu á söngleiknum Jesus Christ Superstar árið 1972 sem sýnd var í áströlsku sjónvarpi og víðs vegar um Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Á meðal vinsælla laga með English má nefna Turn the Page, Hollywood Seven, Words are Not Enough, Six Ribbons og Hot Town.

English hugðist hefja tónleikaferðalag sitt um Ástralíu í Perth í maí næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira