Innlent

411 brautskráðir úr Háskóla Íslands í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Valli
411 kandídatar verða brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í dag. Þetta er fyrsta brautskráning nýs rektors, Jóns Atla Benediktssonar.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að nemendur af öllum fimm fræðasviðunum skólans – félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði, hugvísindasviði, menntavísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði – fái afhent prófskírteini á hátíðinni.

„Samanlagður fjöldi brautskráðra er 411 með 411 próf, 211 sem hafa lokið grunnnámi og 200 sem hafa lokið framhaldsnámi. Í hópi brautskráðra að þessu sinni er fyrsti nemandinn sem útskrifast með MS-gráðu í jarðvísindum.

Við athöfnina munu Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ávarpa kandídata en þetta er fyrsta brautskráning þess síðarnefnda í embætti rektors,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×