Innlent

Lokað um Siglufjarðarveg og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóða

atli ísleifsson skrifar
Norðaustanlands er snjóþekja og víða þæfingur. Þungfært er um Mývatnsöræfi.
Norðaustanlands er snjóþekja og víða þæfingur. Þungfært er um Mývatnsöræfi. Vísir
Lokað er um Siglufjarðarveg og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóða.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum.

„Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslum. Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir en þó sumstaðar snjóþekja.

Áframhaldandi hálka og hálkublettir eru svo á Vesturlandi en snjóþekja er víða á Snæfellsnesi ásamt éljagang á norðanverðu nesinu.

Á  Vestfjörðum eru allir fjallvegir ófærir nema Miklidalur og Hálfdán en þar er snjóþekja ásamt skafrenning. Snjóþekja og þæfingur er annars víðast hvar á láglendi.

Snjóþekja er á flestum aðalleiðum á Norðurlandi vestra en þæfingur og stórhríð er á milli Blönduós og Skagastrandar. Þá er ófært um Þverárfjall og þæfingsfærð er milli Sauðárkróks og Hofsós.

Norðaustanlands er einnig snjóþekja og víða þæfingur. Þungfært er um Mývatnsöræfi.

Á Austurlandi er þungfært á Möðrudalsöræfum en verið er að hreinsa. Hálka eða hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×