Körfubolti

Af hverju braut ÍR ekki?

Anton Ingi Leifsson skrifar

Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær.

Þegar 33 sekúndur voru eftir var Njarðvík fimm stigum yfir, 81-76, gegn Njarðvík á útivelli. Njarðvík var með boltann og ákvað ÍR ekki að brjóta á þeim og þetta voru strákarnir í settinu ekki ánægðir með.

„Afhverju reyna þeir ekki einu sinni að pressa boltann?" spurði Kristinn Friðriksson og Hermann Hauksson bætti við:

„Þeir eru bara að hjálpa hinu liðinu að landa sigrinum."

Kjartan Atli þáttastjórnandi spurði svo strákana hvort að þetta væri taktísk mistök.

„Algjörlega," sagði Hermann Hauksson og Kristinn bætti við: „Þú getur kallað þetta allskonar mistök, en eru svo mikil mistök að hálfa væri nóg. Þeir áttu breik í þennan leik, en ekki með þessari taktík."

Myndbandið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira