Lífið

Fylgstu með viðbrögðum tístara við söngvakeppninni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eurovision-áhugafólk er vant að kasta fram ýmsum pælingum og dómum um frammistöðu keppenda.
Eurovision-áhugafólk er vant að kasta fram ýmsum pælingum og dómum um frammistöðu keppenda.

Lokakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld. Þar bítast sex lög á um að fara til Stokkhólms fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Eurovision-áhugafólk er vant að kasta fram ýmsum pælingum og dómum um frammistöðu keppenda, kynna og jafnvel áhorfenda í tengslum við keppnina og er ekki von á öðru en að umræðan undir umræðumerkinu #12stig verði lífleg í kvöld eins og undanúrslitakvöldin tvö.

Vísir mun fylgjast grannt með bæði gangi mála á lokakvöldinu sjálfu og á Twitter. Þú getur fylgst með lifandi straumi af umræðunni í boxinu hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira