Enski boltinn

Enn eitt tapið hjá Jóhanni og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í baráttunni í leik með Charlton.
Jóhann Berg í baráttunni í leik með Charlton. vísir/getty

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar töpuðu enn einum leiknum í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Í dag töpuðu þeir fyrir Fulham 3-0.

Tom Cairney kom Fulham yfir á 32. mínútu og Fulham leiddi 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru þeir Michael Madl og Tom Cairney á skotskónum og lokatölur 3-0.

Jóhann Berg lék allan leikinn fyrir Charlton sem er í bullandi veseni í B-deildinni. Þeir eru í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig, sex stigum frá öruggu sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira