Enski boltinn

Enn eitt tapið hjá Jóhanni og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg í baráttunni í leik með Charlton.
Jóhann Berg í baráttunni í leik með Charlton. vísir/getty

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar töpuðu enn einum leiknum í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Í dag töpuðu þeir fyrir Fulham 3-0.

Tom Cairney kom Fulham yfir á 32. mínútu og Fulham leiddi 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru þeir Michael Madl og Tom Cairney á skotskónum og lokatölur 3-0.

Jóhann Berg lék allan leikinn fyrir Charlton sem er í bullandi veseni í B-deildinni. Þeir eru í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira