Íslenski boltinn

Ragnar Bragi bjargaði stigi fyrir Fylki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fylkismenn björguðu stigi í dag.
Fylkismenn björguðu stigi í dag. vísir/stefán

Úrvalsdeildarliðin Fylkis og Víkingur Ólafsvík skildu jöfn 2-2 í Lengjubikar karla, en spilað var í Egilshöllinni. Liðin eru bæði í riðli númer tvö ásamt Breiðablik, Selfoss, Fjarðabyggð og KA.

Hrvoje Tokic kom Víkingi yfir á 32. mínútu, en Jose Vergara, Sito, jafnaði fyrir Fylki skömmu fyrir hlé og staðan jöfn í hálfleik. Alfreð Már Hjaltalín kom svo Víkingi yfir, en Ragnar Bragi Sveinsson bjargaði stigi fyrir Fylki á 86. mínútu.

Bæði liðin eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, en Fylkir vann 3-1 sigur á Breiðablik í fyrsta leiknum og Víkingur Ólafsvík vann 2-1 sigur á Selfoss.

Í riðli númer þrjú í Lengjubikarnum gerðu Grindavík og HK jafntefli. Magnús Björgvinsson og Teitur Pétursson sáu um markaskorunina, en Teitur jafnaði fyrir HK tólf mínútum fyrir leikslok.

Bæði lið voru þarna að næla sér í sín fyrstu stig eftir að hafa tapað í fyrstu umferðinin; HK gegn Víkingi Reykjavík og Grindavík fékk skell gegn ÍA, 5-0.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá vefsíðunni Fótbolti.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira