Lífið

Sandra Kim braut #12stig: "Þessi gæti unnið“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sandra Kim flutti lag sitt  J'aime la vie.
Sandra Kim flutti lag sitt J'aime la vie. Mynd/Pressphotos
Það ætlaði allt að fara yfir um á samfélagsmiðlunum þegar hin belgíska Sandra Kim flutti lag sitt J'aime la vie í beinni útsendingu á RÚV á úrslitakvöldi forkeppni Eurovision.

Sandra braust fram á sjónarsviðið árið 1986 og braut líklega ansi mörg íslensk hjörtu þegar hún rúllaði upp Gleðibankanum, fyrsta framlagi Íslands til Eurovision. Henni hefur þó án efa tekist að vinna hug og hjörtu Íslendinga á nýjan leik með því að koma fram í kvöld.

Sandra var aðeins 13 ára þegar hún flutti sigurlagið árið 1986 og er hún enn yngsti sigurvegari keppninnar frá upphafi.

Líkt og endranær voru íslenskir tístarar virkir á Twitter með myllumerkinu #12stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×