Innlent

Snjóruðningstæki og fólksbíll rákust saman

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tveir eru slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys í Fnjóskadal.
Tveir eru slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys í Fnjóskadal.

Tveir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi sem varð á tíunda tímanum í kvöld. Snjóruðningstæki og fólksbíll rákust saman ofan við Vatnsleysu í Fnjóskardal

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Akureyri voru tveir sjúkrabílar kallaðir út ásamt tækjabíl slökkviliðs auk tækjabíls slökkviliðs Þingeyjarsveitar.

Tveir voru fluttir á sjúkrahús en beita þurfti klippum til að ná öðrum þeirra úr bíl sínum. Hvorugur þeirra er talinn vera með lífshættulega áverka.

Að sögn Lögreglunnar á Akureyri er slæmt veður á staðnum þar sem áreksturinn varð, bæði hvasst og slæm færð.Fleiri fréttir

Sjá meira