Innlent

Snjóruðningstæki og fólksbíll rákust saman

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tveir eru slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys í Fnjóskadal.
Tveir eru slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys í Fnjóskadal.

Tveir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi sem varð á tíunda tímanum í kvöld. Snjóruðningstæki og fólksbíll rákust saman ofan við Vatnsleysu í Fnjóskardal

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Akureyri voru tveir sjúkrabílar kallaðir út ásamt tækjabíl slökkviliðs auk tækjabíls slökkviliðs Þingeyjarsveitar.

Tveir voru fluttir á sjúkrahús en beita þurfti klippum til að ná öðrum þeirra úr bíl sínum. Hvorugur þeirra er talinn vera með lífshættulega áverka.

Að sögn Lögreglunnar á Akureyri er slæmt veður á staðnum þar sem áreksturinn varð, bæði hvasst og slæm færð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira