Körfubolti

Kristinn: KR er bara með miklu, miklu betra lið en Keflavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
KR rúllaði yfir Keflavík í toppslag Dominos-deildar karla á föstudaginn, en sjónvarpsleikurinn var aldrei spennandi. KR náði strax miklu forskoti og vann að lokum 16 stiga sigur, 103-87.

Vesturbæjarliðið spilaði frábæran körfubolta í leiknum og þeir félagarnir í Körfuboltakvöldi gerðu upp alla átjándu umferðina og þar á meðal þennan frábæra leik KR-inga og á hinn bóginn slaka leik Keflvíkinga.

„Þeir eru að gera þetta af svo miklum móði og krafti að þetta kemur algjörlega öllum liðum í opna skjöldu,” sagði Kristinn Friðriksson og bætti við:

„Þeir gerðu þetta í bikarnum og eru búnir að vera auka þetta síðustu leiki. Ég tek ekkert undir með Sigurði Ingimundarsyni. Þeir eru svona góðir KR og það er bara einfalt. Þeir eru bara miklu, miklu betra liðið,” en Sigurður sagði eftir leikinn að KR-ingar væru góðir, en ekki svona góðir.

Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 103-87 | KR-ingar sendu sterk skilaboð með stórsigri

„Ég sagði það fyrir þennan leik í tuga manna viðurvist að þessi leikur myndi fara svona. Ég sagði við Jonna (Jón Halldór, annar spekingur þáttanna) að þeir þyrftu að taka krísufund eftir þennan leik og ég sé ekki betur en að það þurfi einfaldlega að gerast,” sagði Kristinn.

Alla umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×