Erlent

Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi.
Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. Vísir/Getty
Að minnsta kosti sex eru látnir og þrír særðir eftir skotárás í Michigan í Bandaríkjunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi.

Árásirnar áttu sér stað á þremur mismunandi stöðum í Kalamazoo-sýslu í Michigan-ríki. Fyrsta árásin átti sér stað um miðnætti á íslenskum tíma þegar kona sem var í fylgd þriggja barna sinna var skotinn fjórum sinnum. Liggur hún nú alvarlega særð á spítala.

Nokkrum tímum bárust fregnir af skotárás við bílasölu þar sem þrír voru skotnir, létust tveir af þeim. Örfáum kílómetrum frá bílasölunni voru fjórir skotnir fyrir utan veitingastað.

Talið er að einn og sami maðurinn hafi framið árásirnar en lögregan hefur mann í haldi sterklega grunaðan um verknaðinn.

Í samtali við CNN sagði Jeff Hadley, yfirmaður almenningsöryggis í sýslunni að allt liti út fyrir að maðurinn hafi valið sér fórnarlömb af handahódi.

„Það lítur allt út fyrir það að árásarmaðurinn hafi bara keyrt um og skotið fólk af handahófi. Þetta er okkar versta martröð,“ sagði Hadley.

Skotárásir í Bandaríkjunum eru tíðar en auðvelt aðgengi að byssum er mikið hitamál í Bandarískum stjórnmálum en á meðfylgjandi korti má sjá þær skotárásir sem framdar voru í Bandaríkjunum á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Obama herðir eftirlit með skotvopnum

Með því að herða eftirlit með skotvopnakaupum gengur Barack Obama fram hjá þinginu, sem ekki hefur viljað herða byssulöggjöfina. Aðgerðirnar ganga þó hvergi nærri jafn langt og Obama sjálfur telur nauðsynlegt. Hann spyr hvernig málið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×