Innlent

Eldur í Vestmannaeyjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Allt tiltækt lið slökkviliðs Vestmannaeyja var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi í morgun.
Allt tiltækt lið slökkviliðs Vestmannaeyja var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi í morgun. Mynd/Stefán Karlsson

Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna elds í fjölbýlishúsi.

Um 20 manna lið slökkviliðsmanna auk sjúkraflutningamanna og lögreglu mætti á svæðið en þá var búið að slökkva eldinn.

Að sögn Gústafs Gústafssonar varðstjóra hjá Slökkviliðinu var töluverður reykur í íbúðinu sem er á þriðju hæð þegar slökkviliðið kom á svæðið og voru íbúar búnir að koma sér út úr húsinu.

Íbúðin var reykræst en töluverðar reykskemmdir eru í íbúðinni, sérstaklega í eldhúsinu þar sem talið er að eldurinn hafi kviknað.
Fleiri fréttir

Sjá meira