Körfubolti

Golden State aftur á sigurbraut | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry og félagar gátu leyft sér að fagna í nótt.
Curry og félagar gátu leyft sér að fagna í nótt. vísir/getty
Meistararnir í Golden State Warriors komust aftur á sigubraut með sigri á LA Clippers í nótt, 115-112, en í fyrrinótt steinlágu meistararnir fyrir Portland. Þetta var 49. sigur Golden State í vetur í 54 leikjum.

Golden State byrjaði mun betur og leiddi með þrettán stigum eftir fyrsta leikhlutann, en Clippers náði að minnka muninn um þrjú stig fyrir hálfleik og staðan 63-53 í hálfleik.

Í síðari hálfleik hélst munurnn svipaður, en hægt og rólega náðu heimamenn í Clippers að minnka muninn. Þeir breyttu stöðunni úr 115-99 í 115-112, en nær komust þeir ekki og lokatölur þriggja stiga sigur Warriors, 115-112.

Kevin Thompson skoraði 32 stig auk þess sem Draymond Green var með þrefalda tvennu; skoraði átján stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hjá heimamönnum var það Jamal Crawford sem var stigahæstur með 25 stig.

Golden State er efst í vesturdeildinni með 90,7% sigurhlutfall sem er það lang mesta í öllum deildunum. LA Clippers er með 65,5% sigurhlutfall eftir sína 55 leiki.

Milwaukee hafði sigur á Atlanta í tvíframlengdum leik í Atlanta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 94-94 og svo var aftur jafnt eftir fyrstu framlenginguna, 105-105. Að endingu höfðu svo gestirnir frá Milwauke sigur, 117-109.

New York vann átta stiga sigur á Minnesota, 103-95 og Miami vann 20 stiga sigur á Washington, 94-114. Öll úrslitin og myndbönd frá tilþrifum næturinnar má sjá hér að neðan.

Öll úrslit næturinnar:

Milwaukee - Atlanta 117-109

Washington - Miami 114-94

New York - Minnesota 103-95

Golden State - LA Clippers 115-112

Klay Thompson með sín 32 stig í nótt: Whiteside með góðan leik í nótt: Topp-5 næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×