Körfubolti

Golden State aftur á sigurbraut | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry og félagar gátu leyft sér að fagna í nótt.
Curry og félagar gátu leyft sér að fagna í nótt. vísir/getty

Meistararnir í Golden State Warriors komust aftur á sigubraut með sigri á LA Clippers í nótt, 115-112, en í fyrrinótt steinlágu meistararnir fyrir Portland. Þetta var 49. sigur Golden State í vetur í 54 leikjum.

Golden State byrjaði mun betur og leiddi með þrettán stigum eftir fyrsta leikhlutann, en Clippers náði að minnka muninn um þrjú stig fyrir hálfleik og staðan 63-53 í hálfleik.

Í síðari hálfleik hélst munurnn svipaður, en hægt og rólega náðu heimamenn í Clippers að minnka muninn. Þeir breyttu stöðunni úr 115-99 í 115-112, en nær komust þeir ekki og lokatölur þriggja stiga sigur Warriors, 115-112.

Kevin Thompson skoraði 32 stig auk þess sem Draymond Green var með þrefalda tvennu; skoraði átján stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hjá heimamönnum var það Jamal Crawford sem var stigahæstur með 25 stig.

Golden State er efst í vesturdeildinni með 90,7% sigurhlutfall sem er það lang mesta í öllum deildunum. LA Clippers er með 65,5% sigurhlutfall eftir sína 55 leiki.

Milwaukee hafði sigur á Atlanta í tvíframlengdum leik í Atlanta. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 94-94 og svo var aftur jafnt eftir fyrstu framlenginguna, 105-105. Að endingu höfðu svo gestirnir frá Milwauke sigur, 117-109.

New York vann átta stiga sigur á Minnesota, 103-95 og Miami vann 20 stiga sigur á Washington, 94-114. Öll úrslitin og myndbönd frá tilþrifum næturinnar má sjá hér að neðan.

Öll úrslit næturinnar:
Milwaukee - Atlanta 117-109
Washington - Miami 114-94
New York - Minnesota 103-95
Golden State - LA Clippers 115-112

Klay Thompson með sín 32 stig í nótt: Whiteside með góðan leik í nótt: Topp-5 næturinnar
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira