Enski boltinn

Glæsilegum þjálfaraferli Hiddink lýkur eftir tímabilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hiddink fyrir leik Chelsea gegn PSG í síðustu viku.
Hiddink fyrir leik Chelsea gegn PSG í síðustu viku. vísir/getty
Guus Hiddink, bráðabirgðarstjóri Chelsea út þetta tímabil, segir að hann njóti sín hjá Chelsea, en segir að þjálfaraferill hans muni enda eftir þetta tímabil.

Hiddink tók við af Jose Mourinho sem var rekinn frá Chelsea um miðjan desember eftir hörmulega byrjun Chelsea á tímabilinu. Hiddink hefur aðeins lagað gengi Chelsea, en þeir bláklæddu mæta Manchester City í stórleik í enska bikarnum í dag.

„Mér líður vel og er ferskur og alla morgna er ég brosandi. Þrátt fyrir að það eru erfiðir tímar þeagr við töpum, elska ég að fara til Cobham (æfingarsvæði Chelsea), á æfingarvöllinn,” sagði Hiddink og hélt áfram:

„Ég mun heimsækja Chelsea oft á næsta tímabili, en ég held að ég muni ekki vinna annars staðar. Unga fólkið verður að taka yfir og ég mun draga mig í hlé,” sagði Hiddink.

Því mun glæstum ferli hans sem þjálfari ljúka senn. Hann hefur gert frábæri hluti á ferlum sínum sem þjálfari, en hann hefur þjálfað hjá liðum á borð við Chelsea, hollenska landsliðið, tyrkneska landsliðið, Real Madid og fleiri.

Leikur Chelsea og Manchester City er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport/HD og hefst útsendingin klukkan 15.50. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×