Innlent

Þrír menn höfnuðu í Sultartangalóni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sultartangastöð nýtir rennsli Tungnaár og Þjórsár.
Sultartangastöð nýtir rennsli Tungnaár og Þjórsár. vísir/vilhelm

Jeppi með þremur mönnum innanborðs hafnaði í Sultartangalóni í Þjórsá í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var skammt frá slysstað og var kölluð til vegna atviksins. Hún er komin til Reykjavíkur með mennina.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni höfðu mennirnir verið að aka til móts við tvo sjúkrabíla sem kallaðir voru til vegna eymsla sem einn mannanna kenndi til í brjósti. Erfið færð var á svæðinu og höfðu sjúkrabílarnir ekki komist alla leið.

Að svo stöddu er ekki vitað um nákvæma málavexti en svo virðist sem mennirnir, sem voru í jeppaferð, hafi ekið af slóðanum með fyrrgreindum afleiðingum.

Maðurinn með brjóstverkina var fluttur á hjartadeild Landspítalans en ekki er talið að hinir mennirnir tveir þurfi á frekari aðhlynningu að halda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira