Fótbolti

Fjögur rauð spjöld í seinni hálfleik en töpuðu bara 2-1

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Galatasaray og Trabzonspor í kvöld.
Úr leik Galatasaray og Trabzonspor í kvöld. vísir/getty
Rauðu spjöldin flugu á loft í leik Galatasaray og Trabzonspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en leikmenn Trabzonspor fengu fjögur rauð í síðari hálfleik.

Erkan Zengin kom Trabzonspor yfir á 26. mínútu úr vítaspyrnu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í síðari hálfleik hafði Deniz Bitnel, dómari leiksins, í nægu að snúast.

Fyrsta rauða spjaldið kom á 59. mínútu þegar Ozer Hurmaci fékk rautt spjald eftir að hafa fengið tvö gul spjöld frá Bitnel.

Lukas Podolski, fyrrum leikmaður Arsenal, jafnaði metin á 64. mínútu og sex mínútum síðar fékk Aykut Demir annað rauða spjald gestanna og þeir því orðnir níu.

Bitnel var ekki hættur að veifa rauðu spjöldunum því hann henti bæði Luis Pedro Cavanda og Salih Dursun í sturtu á 87. mínútu, í þann mund sem hann dæmdi víti á Trabzonspor.

Einungis hefði þurft einn leikmaður gestanna að fá rautt spjald svo leikurinn yrði flautaður af vegna of margra rauða spjalda.

Selcuk Inan tryggði svo Galatasaray sigur af vítapunktinum á 89. mínútu og Galatasary er í þriðja sætinu með 37 stig, en Trabzonspor er í níunda sætinu með 27 stig. Það verður athyglisvert að sjá hóp þeirra í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×