Innlent

Lokað á Holtavörðuheiði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/GVA

Lokað er á Holtavörðuheiði og yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Einnig er lokað um Fjarðarheiði. Hálka eða hálkublettur er á Hellisheiði en hálka á Sandskeiði og í Þrengslum. Annars er hálka eða hálkublettir á Suðurlandi.

Þá er hálka eða hálkublettir víða á Vesturlandi en á Snæfellsnesi er ófært yfir Fróðárheiði. Á Norðurlandi er ófært á Þverárfjalli og Fljótsheiði og einnig er ófært á Hálsum, Hólaheiði og Brekknaheiði en þungfært er á Sandvíkurheiði.

Á  Vestfjörðum er hálka og snjóþekja og sumstaðar þæfingur. Ófært er á Klettsháls og Þröskuldum.

Á Austurlandi er lokað um Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði en ófært er um Vatnsskarð eystra. Þungfært og skafrenningur er á Fagradal,  Autt er víða með suðaustur ströndinni en þó eru hálkublettir á köflum og jafnvel skafrenningur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira