Sport

Randle handtekinn í fimmta sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Randle er hér nýbúinn að skora snertimark fyrir Kúrekana í september síðastliðnum. Síðan þá hefur mikið breyst.
Randle er hér nýbúinn að skora snertimark fyrir Kúrekana í september síðastliðnum. Síðan þá hefur mikið breyst. vísir/getty

Fyrir nokkrum mánuðum síðan var Joseph Randle að hlaupa fyrir Dallas Cowboys en nú er hann orðinn góðkunningi lögreglunnar í Dallas.

Líf Randle hefur verið í frjálsu falli og það byrjaði allt með því er Kúrekarnir ráku hann í nóvember. Þá var hann að missa tökin á lífi sínu.

Síðan þá hefur hann verið handtekinn fimm sinnum. Þar af hefur hann verið handtekinn tvisvar í febrúar.

Randle var síðast handtekinn í gær. Að þessu sinni fyrir slagsmál og að vera með fíkniefni í fórum sínum.

Hann hafði áður verið handtekinn fyrir of hraðan akstur, heimilisofbeldi, búðaþjófnað og slagsmál í spilavíti.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira