Sport

Randle handtekinn í fimmta sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Randle er hér nýbúinn að skora snertimark fyrir Kúrekana í september síðastliðnum. Síðan þá hefur mikið breyst.
Randle er hér nýbúinn að skora snertimark fyrir Kúrekana í september síðastliðnum. Síðan þá hefur mikið breyst. vísir/getty

Fyrir nokkrum mánuðum síðan var Joseph Randle að hlaupa fyrir Dallas Cowboys en nú er hann orðinn góðkunningi lögreglunnar í Dallas.

Líf Randle hefur verið í frjálsu falli og það byrjaði allt með því er Kúrekarnir ráku hann í nóvember. Þá var hann að missa tökin á lífi sínu.

Síðan þá hefur hann verið handtekinn fimm sinnum. Þar af hefur hann verið handtekinn tvisvar í febrúar.

Randle var síðast handtekinn í gær. Að þessu sinni fyrir slagsmál og að vera með fíkniefni í fórum sínum.

Hann hafði áður verið handtekinn fyrir of hraðan akstur, heimilisofbeldi, búðaþjófnað og slagsmál í spilavíti.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira