Innlent

Eldur í sendibíl á Smiðjuvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Aö sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gekk slökkvistarf greiðlega.
Aö sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gekk slökkvistarf greiðlega. Vísir/Sigurvin Viktorsson.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins réð niðurlögum elds í flutningabíl á Smiðjuvegi í Kópavogi á ellefta tímanum í morgun. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn klukkan 10:08 og gekk slökkvistarf greiðlega fyrir sig. Að sögn slökkviliðsins skapaðist lítil hætta af þessum bruna og var bíllinn mannlaus þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök eru ókunn.  
Fleiri fréttir

Sjá meira