Innlent

Eldur í sendibíl á Smiðjuvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Aö sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gekk slökkvistarf greiðlega.
Aö sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gekk slökkvistarf greiðlega. Vísir/Sigurvin Viktorsson.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins réð niðurlögum elds í flutningabíl á Smiðjuvegi í Kópavogi á ellefta tímanum í morgun. Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn klukkan 10:08 og gekk slökkvistarf greiðlega fyrir sig. Að sögn slökkviliðsins skapaðist lítil hætta af þessum bruna og var bíllinn mannlaus þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök eru ókunn.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira