Innlent

Þjóðtungan ræður ríkjum á norrænum flugvöllum

Samúel Karl Ólason skrifar
Nýju upplýsingaskiltin.
Nýju upplýsingaskiltin. Vísir

Enskan kemur á undan íslensku á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Var það fyrirkomulag haft þar sem mun fleiri erlendir ferðamenn fara um flugvöllinn en Íslendingar. Sú er þó ekki raunin á stærstu flugvöllum Norðurlanda þar sem er enskan í öðru sæti.

Á vef Túrista kemur fram að ekki standi til að fylgja fordæmi íslenska flugvallarins.

Sjá einnig: Enskan í forgrunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli

Yfirmaður fasteignadeildar Óslóarflugvallar segir Túrista að farþegahóparnir á norska og íslenska vellinum séu ólíkir. Hlutfall skiptifarþega sé töluvert meira í Leifsstöð. Hvergi á Norðurlöndum er enskan á undan. Þá er þjóðartungan einnig í forgrunni í Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira