Innlent

Þjóðtungan ræður ríkjum á norrænum flugvöllum

Samúel Karl Ólason skrifar
Nýju upplýsingaskiltin.
Nýju upplýsingaskiltin. Vísir
Enskan kemur á undan íslensku á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli. Var það fyrirkomulag haft þar sem mun fleiri erlendir ferðamenn fara um flugvöllinn en Íslendingar. Sú er þó ekki raunin á stærstu flugvöllum Norðurlanda þar sem er enskan í öðru sæti.

Á vef Túrista kemur fram að ekki standi til að fylgja fordæmi íslenska flugvallarins.

Sjá einnig: Enskan í forgrunni á nýjum upplýsingaskiltum á Keflavíkurflugvelli

Yfirmaður fasteignadeildar Óslóarflugvallar segir Túrista að farþegahóparnir á norska og íslenska vellinum séu ólíkir. Hlutfall skiptifarþega sé töluvert meira í Leifsstöð. Hvergi á Norðurlöndum er enskan á undan. Þá er þjóðartungan einnig í forgrunni í Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×