Sport

Svona fór Cerrone að því að klára Oliveira

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kúrekarnir Donald Cerrone og Alex Oliveira mættust á UFC bardagakvöldi í Pittsburgh í gær.

Cerrone skellti sér upp í veltivigt til þess að berjast gegn Oliveira sem er með töluvert minni reynslu.

Báðir nota þeir kúrekanafnið til þess að einkenna sig en Cerrone vann kúrekaslaginn. Hann kláraði Oliveira á uppgjafartaki eftir aðeins 2:33 mínútur.

Cerrone minnti á að hann kann ýmislegt fyrir sér í gólfinu en Oliveira fær aftur á móti ekki háa einkunn fyrir sína frammistöðu.

Dómarinn fékk ekki háa einkunn heldur frá Dana White, forseta UFC, því Oliveira var búinn að gefa merki um tíu sinnum að hann væri búinn að gefast upp áður en bardaginn var stöðvaður.

Sjá má bardagann hér að ofan.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×