Innlent

Vélarvana skip suður af Grindavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason.
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason. Vísir/Otti Sigmarsson

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er nú að sækja vélarvana línubát sem staddur er um 30 sjómílur suður af Grindavík. Veður er gott og ekki er talin vera hætta á ferðum fyrir skipverja. Búist er við að það taki björgunarskipið um tvær klukkustundir að sigla á staðinn og fjórar klukkustundir að draga vélarvana skipið til hafnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira