Sport

Risastökk hjá Freydísi Höllu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir

Freydís Halla Einarsdóttir náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hún hafnaði í öðru sæti á svigmóti í Bandaríkjunum. Hún fékk fyrir það 23,25 FIS-stig sem er bæting á hennar besta árangri sem hún náði fyrir tveimur dögum, er hún fékk 24,57 FIS-stig.

Samkvæmt tilkynningu Skíðasambands Íslands mun Freydís Halla fara upp um 130 sæti á heimstlistanum en hún er í dag í 332. sæti. Hún var í 508. sæti þegar hún hóf nám í Plymouth State háskólanum í haust.

Þetta er í fjórða sinn sem Freydís Halla kemst á verðlaunapall á FIS-móti í Bandaríkjunum en hún varð þar að auki í þriðja sæti á háskólamóti í lok janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira