Handbolti

Alexander átti eitt besta markið | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander, til hægri, fagnar í leik með Löwen.
Alexander, til hægri, fagnar í leik með Löwen. Vísir/Getty

Alexander Petersson skoraði eitt fallegasta mark helgarinnar í Meistaradeild Evrópu um helgina er lið hans, Rhein-Neckar Löwen, tapaði fyrir Kielce, 28-27.

Alexander fékk þá sendingu frá Mads Mensah Larsen inn fyrir varnarlínu pólska liðsins og skoraði frábært sirkusmark eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Eftir tapið er Löwen í þriðja sæti B-riðils, tveimur stigum á eftir Kielce og þremur á eftir toppliði Barcelona.

Þá var Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Barcelona, var einmitt valinn í lið umferðarinnar fyrir frammistöðu sína í 30-25 sigri liðsins á Pick Szeged en Guðjón Valur skoraði fimm mörk í leiknum.

Top 5 Goals | Round 12 | VELUX EHF Champions League

Ooooh wow, Dominik Klein shows us his power from the back court to lead Round 12's Top 5 Goals!Agree with the THW Kiel matchwinning goal at no.1, or did you prefer the efforts from Beşiktaş, PSG Handball, IFK Kristianstad or Rhein-Neckar Löwen?

Posted by EHF Champions League on Monday, February 22, 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira