Körfubolti

Góð byrjun dugði ekki Drekunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir

Hlynur Bæringsson skoraði fjórtán stig og tók níu fráköst er Sundsvall Dragons tapaði fyrir BC Lulea í kvöld, 113-91.

Drekarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu 39 stig strax í fyrsta leikhluta. Luleå náði svo að halda Sundsvall í sextán stigum í öðrum leikhluta en staðan að loknum fyrri hálfleik var 55-54, Sundsvall í vil. Luleå náði svo að síga fram úr, hægt og rólega, í þeim síðari.

Hlynur spilaði í tæpar 34 mínútur í kvöld og nýtti fjögur af fimm skotum sínum innan teigs en eitt af fimm þriggja stiga skotum sínum. Hann gaf tvær stoðsendingar í leiknum en tapaði boltanum sex sinnum.

Luleå er í öðru sæti deildarinnar með 38 stig en Sundsvall Dragons í því fimmta með 28 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira