Bíó og sjónvarp

Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói

Bjarki Ármannsson skrifar
Snorri og Hafdís Helga fara með aðalhlutverkin í Fyrir framan annað fólk.
Snorri og Hafdís Helga fara með aðalhlutverkin í Fyrir framan annað fólk. Vísir/Vilhelm

Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í Háskólabíói í kvöld. Myndin er sú nýjasta úr smiðju Óskars Jónassonar og skartar þeim Snorra Engilbertssyni, Hafdísi Helgu Helgadóttur, Svandísi Dóru Einarsdóttur og Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverkum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, leit við á frumsýninguna og náði þessum myndum af viðstöddum.

Óskar Jónasson, leikstjóri myndarinnar, ásamt Matthildi dóttur sinni. Vísir/Vilhelm
Snævar, einn af yngstu leikurum myndarinnar, ásamt systur sinni. Vísir/Vilhelm
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, ásamt eiginkonu. Vísir/Vilhelm
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri ásamt eiginkonu sinni, Gígju Tryggvadóttur. Vísir/Vilhelm
Arnar Jónsson stórleikari ásamt félaga. Vísir/Vilhelm
Óskar leikstjóri ásamt þeim Lilju Þórisdóttur og Pálma Gestssyni sem fara bæði með hlutverk í myndinni. Vísir/Vilhelm
Aðalleikarar myndarinnar ásamt leikstjóra. Vísir/Vilhelm
Snorri Engilbertsson og Hafdís Helga Helgadóttir, aðalleikarar myndarinnar. Vísir/Vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira