Enski boltinn

Aukaspyrnan var lögleg: Sáum Midtjylland gera þetta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, segir að aukaspyrnumark Juan Mata í bikarsigrinum á Shrewsbury í kvöld hafi verið löglegt.

Í aukaspyrnunni stilltu þrír leikmenn United sig upp í nokkurs konar „sóknarvegg“ inn fyrir varnarvegg heimamanna í Shrewsbury. Þeir náðu ekki að koma sér úr rangstöðu áður en Mata tók spyrnuna sína en markið stóð engu að síður gilt.

Markvörður Shrewsbury sá boltann of seint og kom engum vörnum við. Mata kom United í 2-0 forystu með markinu en leiknum lyktaði með 3-0 sigri þeirra rauðklæddu. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Auðveldur skyldusigur United | Sjáðu mörkin

„Við lærðum þetta eftir að hafa undirbúið okkur gegn [danska liðinu] Midtjylland [fyrir leik liðanna í Evrópudeildinni]. Þeir voru að gera þetta,“ sagði Van Gaal eftir leikinn.

„Við héldum alltaf að þetta væri rangstaða. En við spurðum dómara og þeir sögðu að þetta væri löglegt. Þannig að þetta má maður gera.“

Það eru þó ekki allir sáttir við þessa niðurstöðu og einn þeirra er Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, eins og lesa má um hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira