Körfubolti

Ekkert lið fljótara að ná 50 sigurleikjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry getur leyft sér að brosa.
Curry getur leyft sér að brosa. vísir/getty

Golden State Warriors fór á kostum enn og aftur í nótt er liðið vann sinn 50. leik í vetur. Ekkert félag í sögu NBA-deildarinnar hefur verið jafn fljótt að ná 50 sigrum.

Warriors var einum leik á undan liði Bulls frá leiktíðinni 1995-96 til þess að ná 50 sigurleikjum. Met Bulls er 72 sigurleikir og 10 töp. Það er í mikilli hættu.

Warriors er þess utan aðeins búið að tapa 5 leikjum í allan vetur og hið sögulega tímabil félagsins heldur því áfram.

Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir liðið í nótt og Klay Thompson bætti við 27. Báðir settu þeir niður fimm þriggja stiga körfur.

Úrslit:

Cleveland-Detroit  88-96
Miami-Indiana  101-93
NY Knicks-Toronto  95-122
Atlanta-Golden State  92-102
Milwaukee-LA Lakers  108-101
Minnesota-Boston  124-122
LA Clippers-Phoenix  124-84

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira