Körfubolti

Ekkert lið fljótara að ná 50 sigurleikjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry getur leyft sér að brosa.
Curry getur leyft sér að brosa. vísir/getty

Golden State Warriors fór á kostum enn og aftur í nótt er liðið vann sinn 50. leik í vetur. Ekkert félag í sögu NBA-deildarinnar hefur verið jafn fljótt að ná 50 sigrum.

Warriors var einum leik á undan liði Bulls frá leiktíðinni 1995-96 til þess að ná 50 sigurleikjum. Met Bulls er 72 sigurleikir og 10 töp. Það er í mikilli hættu.

Warriors er þess utan aðeins búið að tapa 5 leikjum í allan vetur og hið sögulega tímabil félagsins heldur því áfram.

Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir liðið í nótt og Klay Thompson bætti við 27. Báðir settu þeir niður fimm þriggja stiga körfur.

Úrslit:

Cleveland-Detroit  88-96
Miami-Indiana  101-93
NY Knicks-Toronto  95-122
Atlanta-Golden State  92-102
Milwaukee-LA Lakers  108-101
Minnesota-Boston  124-122
LA Clippers-Phoenix  124-84

Staðan í NBA-deildinni.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira