Fótbolti

Erfiðara að undirbúa liðið fyrir leik gegn Hull en Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger á blaðamannafundi í gær.
Wenger á blaðamannafundi í gær. vísir/getty
Það er stórleikur í Meistaradeild Evrópu í kvöld er Arsenal tekur á móti meisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar.

Arsenal hefur haft þann leiðindavana að falla úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og á því varð engin breyting í fyrra er liðið féll úr leik á þessu stigi keppninnar gegn Monaco.

„Einbeitingin verður að vera 100 prósent ef við ætlum að eiga möguleika,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til þess að sýna og sanna hvað við höfum lært. Við höfum stundum gert okkur erfitt fyrir með slökum fyrri leik. Við verðum að finna rétt jafnvægi og verjast vel sem lið.“

Wenger segir að Barcelona sé sigurstranglegast í keppninni.

„Þetta er allt annað verkefni en við erum vanir og það er erfiðara að undirbúa liðið fyrir leik gegn Hull en Barcelona. Gegn Barcelona eru allir sjálfkrafa með einbeitinguna í lagi. Það þarf frekar að búa til trú og sjálfstraust fyrir svona leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×