Fótbolti

Alveg sama hvernig við vinnum Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alves fagnar með Messi og Neymar.
Alves fagnar með Messi og Neymar. vísir/getty

Dani Alves, leikmaður Barcelona, segir að sigur gegn Arsenal í kvöld sé það eina sem kom til greina og engu máli skipti hvernig liðið vinni leikinn.

Liðin mætast þá á Emirates-vellinum í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Okkar markmið er alltaf að vinna alla leiki og að spila vel. Leikir eru auðvitað miserfiðir en við erum til í allt. Það er alltaf skemmtilegra að spila fallegan fótbolta en sigur er alltaf það sem skiptir mestu máli,“ segir Alves.

Barcelona hefur ekki tapað í 32 leikjum í röð sem er met. 26 af þessum leikjum hafa unnist og það bíður því verðugt verkefni fyrir Arsenal í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira