Innlent

Eldur í húsi við Vesturgötu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Vesturgötu um klukkan átta í morgun. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út en samkvæmt upplýsingum fá varðstofu eru reykkafarar nú á leið inn í húsið.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Þetta er annað útkallið sem slökkviliðið fær í morgun. Hið fyrra um klukkan sex þegar eldur kom upp í húsi við Kleppsveg. Reykræstingu þar er lokið og er málið nú í rannsókn lögreglu.

Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhverja hafi sakað í eldsvoðunum.

Uppfært kl 8.38:
Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í íbúð í kjallara hússins. Samkvæmt upplýsingum frá íbúa var mikill reykur um allt hús og íbúar forðuðu sér út skelfingu lostnir.

Frá Vesturgötunni í morgun. vísir/sigurjón ólason
Frá Kleppsvegi í morgun. vísir/sigurjón ólason

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira