Fótbolti

Ronaldo gæti farið til Hollywood

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty

Ferill í leiklist heillar Cristiano Ronaldo eftir að skórnir fara inn í bílskúr.

Ronaldo lék sjálfan sig með stæl í heimildarmynd um hann sjálfan sem hét einfaldlega Ronaldo. Hún var sýnd seinnipart síðasta árs.

Nokkrir knattspyrnumenn hafa reynt fyrir sér í leiklistinni eftir að ferlinum lauk. Harðjaxlinn Vinnie Jones hefur líklega náð lengst en hann fær reglulega harðjaxlahlutverk en deyr reyndar í flestum myndunum.

Eric Cantona hefur einnig gælt við leiklistargyðjuna í áhugaverðum, listrænum myndum.

„Ég myndi vilja læra af góðum leikurum. Umgangast þá og læra af þeim því ég veit ekkert um leiklist,“ segir Ronaldo.

„Ef af hverju ekki að prófa þetta? Ég er ég ekki á leið í þetta strax en ég hef svo sannarlega fengið tilboð.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira