Erlent

John Oliver tæklar fóstureyðingar

Samúel Karl Ólason skrifar
Sem og áður tekur Oliver erfið mál á mjög fyndinn máta,
Sem og áður tekur Oliver erfið mál á mjög fyndinn máta,
Þáttastjórnandinn John Oliver er ekki þekktur fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Nú á sunnudaginn tæklaði hann eitthvað umdeildasta mál Bandaríkjanna og fjallaði um lög um fóstureyðingar. Sem og áður tekur Oliver erfið mál á mjög fyndinn máta, en styður mál sitt með hörðum gögnum og upplýsingum.

Þáttur Oliver, Last Week Tonight, sneri nýlega aftur eftir hlé. Þetta er þriðja þáttaröð Oliver, sem slegið hefur í gegn með þáttunum.

Eins og áður hefur komið fram fjallaði Oliver um fóstureyðingar í þætti sínum á sunnudaginn og þá sérstaklega um það hve lögum hefur verið breytt undanfarin ár til að gera fóstureyðingar erfiðar.

Þátturinn verður sýndur með íslenskum texta klukkan 23:15 í kvöld á Stöð 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×