Íslenski boltinn

Bríet dæmir þriðja árið í röð á La Manga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bríet Bragadóttir.
Bríet Bragadóttir. Mynd/KSÍ

Knattspyrnudómararnir Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir eru á leiðinni út til Spánar í byrjun mars þar sem þær munu báðar starfa á æfingamóti á vegum norska knattspyrnusambandsins.

Þetta er átta þjóða æfingamóti 19 ára landsliða og fer fram 3. til 7. mars á La Manga á Spáni.  

Auk Noregs taka Danmörk, Bandaríkin, Frakkland, Svíþjóð, Ítalía, Holland og England þátt á mótinu. Bríet mun starfa sem dómari á mótinu en Rúna Kristín sem aðstoðardómari.

Þetta er þriðja árið í röð sem Bríet Bragadóttir dæmir á La Manga á Spáni á þessum tíma en Rúna Sif fór einnig með fyrir tveimur árum.

Bríet Bragadóttir var valin besti dómari Pepsi-deildar kvenna 2014 og hún hefur undanfarin misseri unnið sig hægt og bítandi upp innan dómarastéttarinnar. 


Tengdar fréttir

Mikilvægast af öllu er að gagnrýna sjálfan sig

Bríet Bragadóttir var á dögunum valin besti dómari ársins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en hún var bæði valin af leikmönnum deildarinnar sem og af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ. Bríet er í viðtali á heimasíðu KSÍ.

Þrjár íslenskar konur dæma á La Manga

Konurnar eru líka að fá verkefni erlendis eins og íslensku karlkynsdómararnir og heimasíða Knattspyrnusambands Íslands segir frá því í dag að þrjár íslenskar konur séu á leiðinni til suður Spánar í byrjun mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira