Fótbolti

Eiður Smári: Ef Barcelona spilar sinn leik getur það ekki tapað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður í góðum félagsskap með Lionel Messi, Dani Alves, Thierry Henry og fleiri góðum.
Eiður í góðum félagsskap með Lionel Messi, Dani Alves, Thierry Henry og fleiri góðum. vísir/getty
Sjónvarpsstöð Barcelona fékk Eið Smára Guðjohnsen í stutt spjall um leikinn gegn Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld.

„Barcelona er að spila bolta í hæsta gæðaflokki. Stuðningsmennirnir munu skemmta sér vel og það koma fleiri titlar,“ segir Eiður Smári í viðtalinu.

Hann lék auðvitað með Barcelona frá 2006 til 2009 og vann Meistaradeildina með liðinu.

„Jafnvægið í liðinu er fullkomið. Ef Barcelona spilar sinn leik þá getur ekkert lið unnið það. Það mikilvægasta er að Barcelona spili sinn leik.“

Stórleikurinn í kvöld hefst klukkan 19.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Alveg sama hvernig við vinnum Arsenal

Dani Alves, leikmaður Barcelona, segir að sigur gegn Arsenal í kvöld sé það eina sem kom til greina og engu máli skipti hvernig liðið vinni leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×