Erlent

Senda áætlun um lokun Guantanamo til þingsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar mest var, árið 2003, voru nærri því 680 fangar í fangelsinu.
Þegar mest var, árið 2003, voru nærri því 680 fangar í fangelsinu. Vísir/AFP
Hvíta húsið kynnti í dag tillögu fyrir lokun fangelsisins í Guantanamo í Kúbu. Til stendur að flytja 30 til 60 fanga til meginlands Bandaríkjanna. Föngum sem ekki eru taldir vera öryggisógn verður komið fyrir í öðrum löndum.

Líklegt þykir að tillagan muni mæta mikilli mótspyrnu á þingi Bandaríkjanna.

Samkvæmt Washington Post, stendur til að rétta yfir einhverjum af föngunum sem flytja á til Bandaríkjanna, en aðrir verða áfram fangelsaðir án dóms og laga.

Lokun Guantanamo var kosningaloforð Barack Obama. Þingmenn hafa þó margsinnis samþykkt lög sem banna flutning fanga þaðan og samkvæmt AP fréttaveitunni kalla þeir eftir frekari upplýsingum um tillöguna og hvernig eigi að fylgja málinu eftir.

Til stendur að notast við þrettán fangelsi í Bandaríkjunum og af þeim þyrfti að byggja sex ný. Sparnaður af lokun Guantanamo gæti verið um 180 milljónir dala á ári, en byggingarkostnaður væri verulegur.

91 fangi er í Guantanamo sem stendur og stendur til að flytja 35 þeirra á brott í sumar. Meðal fanga þar eru fimm menn sem grunaðir eru um að hafa skipulagt og komið að árásunum á tvíburaturnana í september 2001.

Þegar mest var, árið 2003, voru nærri því 680 fangar í fangelsinu.



BREAKING: Watch President Obama announce his plan to close the prison at Guantanamo Bay → go.wh.gov/8sxXiM

Posted by The White House on Tuesday, 23 February 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×