Lífið

Hálfdán og Erla selja gömlu íbúð Loga og Svanhildar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erla og Hálfdán má sjá efst í vinstra horninu og Loga og Svanhildi til hægri.
Erla og Hálfdán má sjá efst í vinstra horninu og Loga og Svanhildi til hægri. vísir/Vignir Már

Fasteignasalan Lind er með ótrúlega fallega íbúð til sölu við Ránargötu í miðbæ Reykjavíkur en kaupverðið er um sjötíu milljónir.

Hálfdán Steinþórsson, fyrrverandi sjónvarpsmaður, og Erla Björnsdóttir eiga eignina í dag og áður bjuggu þau Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsmaður, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, þar.

Um er að ræða sér hæð á annarri hæð með sér inngangi og aukaíbúð. Eignin er alls 162 fermetrar að stærð og er á tveimur hæðum.

Á neðri hæðinni er rúmgóð forstofa með náttúrustein á gólfi og halogenlýsingu í lofti. Þar má einnig finna stórt rými sem er stofa og borðstofa.

Inni á baðherbergi er náttúrusteinn á gólfi, mósaík flísar á veggjum, hornbaðkar, stór vaskur, þvottavél og þurrkari í stórri innréttingu með rennihurðum. Á efri hæðinni eru fjögur svefnherbergi.

Aukaíbúðin er á neðri hæðinni og fylgir henni sérinngangur í stúdíó íbúð og þar er einnig geymsla sem fylgir hæðinni.  

vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira