Lífið

Hálfdán og Erla selja gömlu íbúð Loga og Svanhildar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erla og Hálfdán má sjá efst í vinstra horninu og Loga og Svanhildi til hægri.
Erla og Hálfdán má sjá efst í vinstra horninu og Loga og Svanhildi til hægri. vísir/Vignir Már
Fasteignasalan Lind er með ótrúlega fallega íbúð til sölu við Ránargötu í miðbæ Reykjavíkur en kaupverðið er um sjötíu milljónir.

Hálfdán Steinþórsson, fyrrverandi sjónvarpsmaður, og Erla Björnsdóttir eiga eignina í dag og áður bjuggu þau Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsmaður, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, þar.

Um er að ræða sér hæð á annarri hæð með sér inngangi og aukaíbúð. Eignin er alls 162 fermetrar að stærð og er á tveimur hæðum.

Á neðri hæðinni er rúmgóð forstofa með náttúrustein á gólfi og halogenlýsingu í lofti. Þar má einnig finna stórt rými sem er stofa og borðstofa.

Inni á baðherbergi er náttúrusteinn á gólfi, mósaík flísar á veggjum, hornbaðkar, stór vaskur, þvottavél og þurrkari í stórri innréttingu með rennihurðum. Á efri hæðinni eru fjögur svefnherbergi.

Aukaíbúðin er á neðri hæðinni og fylgir henni sérinngangur í stúdíó íbúð og þar er einnig geymsla sem fylgir hæðinni.  

vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már
vísir/Vignir Már





Fleiri fréttir

Sjá meira


×