Viðskipti innlent

Helgi seldi fyrir 124 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Magnússon stjórnarmaður í Marel
Helgi Magnússon stjórnarmaður í Marel
Helgi Magnússon, stjórnarmaður í Marel, seldi 526 þúsund hluti í félaginu í dag. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að hann seldi á genginu 236,5 á hlut. Samtals seldi Helgi því fyrir 124 milljónir króna. Eftir viðskiptin á Helgi 3.779.044 hluti í félaginu.

Miðað við söluverðmæti er markaðsverð þess hlutar tæplega 894 milljónir íslenskra króna. Uppgjör Marels fyrir árið 2015 var birt þann 3. febrúar síðastliðinn. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækisins eftir skatta nam rúmlega átta milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×