Innlent

Mikið álag á Landspítalanum vegna inflúensunnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Landspítali, Fossvogi.
Landspítali, Fossvogi. vísir/gva

Hin árlega inflúensa er enn í vexti og því er áfram mikið álag á Landspítalanum. Því er ástæða til að brýna fyrir fólki að leita til heilsugæslunnar eða Læknavaktarinnar fremur en bráðamóttöku.

Í tilkynningu frá spítalanum segir að Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og Læknavaktin hafi aukið viðbúnað sinn vegna stöðunnar, en spítalinn vill þó leggja áherslu á að fólk sem telur sig þurfa að leita til bráðamóttökunnar geri það.


Tengdar fréttir

Hæg aukning inflúensu

Átta einstaklingar greindust með inflúensu í fjórðu viku ársins, samkvæmt veirufræðideild Landspítalans. Þar af voru fimm með inflúensu A og þrír með inflúensu B.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira