Innlent

Mikið álag á Landspítalanum vegna inflúensunnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Landspítali, Fossvogi.
Landspítali, Fossvogi. vísir/gva
Hin árlega inflúensa er enn í vexti og því er áfram mikið álag á Landspítalanum. Því er ástæða til að brýna fyrir fólki að leita til heilsugæslunnar eða Læknavaktarinnar fremur en bráðamóttöku.

Í tilkynningu frá spítalanum segir að Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sem og Læknavaktin hafi aukið viðbúnað sinn vegna stöðunnar, en spítalinn vill þó leggja áherslu á að fólk sem telur sig þurfa að leita til bráðamóttökunnar geri það.


Tengdar fréttir

Hæg aukning inflúensu

Átta einstaklingar greindust með inflúensu í fjórðu viku ársins, samkvæmt veirufræðideild Landspítalans. Þar af voru fimm með inflúensu A og þrír með inflúensu B.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×