Innlent

Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti

Bjarki Ármannsson skrifar
Útflutningsbann starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefst nú á miðnætti en Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. Dómurinn kom saman í dag til að úrskurða í málinu eftir að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins.

Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir álverið ef því yrði meinað að flytja út afurðir sínar. 

Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman og snýst um kröfu fyrirtækisins um að fá að útvista fleiri störfum hjá álverinu en nú þegar er heimilt samkvæmt samningum en verkalýðsfélögin leggjast alfarið gegn því. 

Um fjögur þúsund tonn af áli eru flutt út frá Straumsvík í viku hverri og nú er skip við höfnina þar sem bíður lestunar. Næsti fundur í deilunni er hjá Ríkissáttasemjara á morgun.


Tengdar fréttir

Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum

Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar.

Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku

Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×