Körfubolti

Öruggur sigur Jakobs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob í leik með íslenska landsliðinu.
Jakob í leik með íslenska landsliðinu. Vísir

Jakob Örn Sigurðarson skoraði sextán stig og var næstmarkahæstur í liði Borås sem vann öruggan sigur á KFUM Nässjo í sænska körfuboltanum í kvöld, 82-65.

Borås var með sjö stiga forystu í hálfleik og gerði svo út um leikinn með góðum síðari hálfleik en Jakob og félagar náðu að halda Nässjo í aðeins 27 stigum allan seinni hálfleikinn.

Jakob lék í rúmar 27 mínútur og var með fjögur fráköst, eina stoðsendingu og einn tapaðan bolta.

Borås er í fjórða sæti sænsku deildarinnar með 34 stig, tíu stigum á eftir toppliði Södertälje.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira