Körfubolti

Öruggur sigur Jakobs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob í leik með íslenska landsliðinu.
Jakob í leik með íslenska landsliðinu. Vísir

Jakob Örn Sigurðarson skoraði sextán stig og var næstmarkahæstur í liði Borås sem vann öruggan sigur á KFUM Nässjo í sænska körfuboltanum í kvöld, 82-65.

Borås var með sjö stiga forystu í hálfleik og gerði svo út um leikinn með góðum síðari hálfleik en Jakob og félagar náðu að halda Nässjo í aðeins 27 stigum allan seinni hálfleikinn.

Jakob lék í rúmar 27 mínútur og var með fjögur fráköst, eina stoðsendingu og einn tapaðan bolta.

Borås er í fjórða sæti sænsku deildarinnar með 34 stig, tíu stigum á eftir toppliði Södertälje.
Fleiri fréttir

Sjá meira