Innlent

Braust inn til fyrrverandi unnustu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti málið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti málið. Vísir/Stefán

Karlmaður var handtekinn í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í nótt, eftir að hann hafði brotið sér leið inn í íbúð í fjölbýlishúsi þar. Fyrverandi unnusta hans býr í íbúðinni, en hún var ekki heima.

Grunur leikur á að maðurinn hafi haft illt í huga og var hann vistaður í fangageymslu í nótt, og verður svo yfirheyrður í dag. Ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort hann hefur áður orðið uppvís að því að áreita konuna.
Fleiri fréttir

Sjá meira