Innlent

Braust inn til fyrrverandi unnustu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti málið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upplýsti málið. Vísir/Stefán

Karlmaður var handtekinn í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í nótt, eftir að hann hafði brotið sér leið inn í íbúð í fjölbýlishúsi þar. Fyrverandi unnusta hans býr í íbúðinni, en hún var ekki heima.

Grunur leikur á að maðurinn hafi haft illt í huga og var hann vistaður í fangageymslu í nótt, og verður svo yfirheyrður í dag. Ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort hann hefur áður orðið uppvís að því að áreita konuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira