Fótbolti

Fullkomið hjá spænsku liðunum í Evrópukeppnunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez fagna fyrra marki Barcelona í gær.
Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez fagna fyrra marki Barcelona í gær. Vísir/Getty

Barcelona er í frábærum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir tveggja marka sigur í fyrri leiknum á heimavelli Arsenal í gær. Barca er aftur á móti langt frá því að vera eina spænska liðið sem er á leið áfram í Evrópukeppninni.

Öll sex spænsku liðin sem hafa spilað í útsláttarkeppninni í ár hafa unnið fyrri leikinn sinn og þau eiga ennfremur öll enn eftir að fá á sig mark í útsláttarkeppninni á árinu 2016.

Sex leikir, sex sigrar og markatalan er 15-0. Þetta eru tvö lið í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fjögur lið í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Þýsku liðin hafa unnið þrjá leiki en engin önnur þjóð kemst nær velgengi þeirra spænsku. Frönsku og portúgölsk lið hafa unnið tvo leiki.

Ensku liðin eiga nefnilega eftir að vinna leik því Chelsea tapaði fyrir Paris Saint-Germain, Arsenal tapaði fyrir Barcelona, Manchester United tapaði fyrir Midtjylland, Tottenham gerði jafntefli við Fiorentina og Liverpool gerði jafntefli við Augsburg.  

Það kemur í ljós í kvöld hvort velgengni spænsku liðanna haldi áfram en Atlético Madrid heimsækir þá hollenska liðið PSV Eindhoven.  


Meistaradeildin: 16 liða úrslit - fyrri leikur

Roma 0-2 Real Madrid
(Ronaldo (57.), Jesé (86.))

Arsenal 0-2 Barcelona
(Messi 2 (71., 83.))


Evrópudeildin: 32 liða úrslit - fyrri leikur

Sevilla 3-0 Molde
(Llorente 2 (35., 49.), Gameiro (72.)
    
Villarreal 1-0 Napoli
(Suárez (82.))

Valencia 6-0 Rapid Vín
(Mina 2 (4., 25.), Parejo (10.), Negredo (29.), Gomes (35.), Rodrigo (89.))     

Marseille 0-1 Athletic Bilbao
(Aduriz 54.)


Sigurleikir þjóða í útsláttarkeppni Evrópukeppnanna á árinu 2016:
Spánn 6
Þýskaland 3
Frakkland 2
Portúgal 2
Tyrkland 1
Belgía 1
Danmörk 1
Tékkland 1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira