Innlent

Flugdólgur handtekinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm

Flugfarþegi sem var að koma til Íslands frá Gdansk var nýverið handtekin af lögreglu. Hann var ölvaður í fluginu og hafði áreitt farþega og áhöfn flugvélarinnar. Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var maðurinn færður á lögreglustöð þar sem hann svaf úr sér og var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Auk þess óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu. Sá hafði ekið ölvuðu erlendu pari frá Reykjavík til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og var ekki innistæða á greiðslukorti þeirra fyrir fargjaldinu.

Konan sagði manninn hafa týnt öðru korti sem á væri nægur peningur. Þegar maðurinn afhenti lögreglu veski sitt kom hins vegar í ljós að týnda kortið væri þar og fékk bifreiðarstjórinn greiðslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira