Körfubolti

Salbjörg spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir (númer 9) í leik með Hamar á móti Stjörnunni.
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir (númer 9) í leik með Hamar á móti Stjörnunni. Vísir/Ernir

Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur gert tvær breytingar á leikmannahópnum sínum fyrir leik á móti Ungverjum í Laugardalshöllinni í kvöld.

Guðbjörg Sverrisdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir, sem voru með á móti Portúgal um síðustu helgi, hvíla í þessum leik.

Haukakonan Auður Íris Ólafsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir frá Hamri koma inn í íslenska liðið en Salbjörg Ragna mun þarna leika sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.

Þetta er fjórði leikur íslensku stelpnanna í undankeppninni en liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum þar af fyrri leiknum við Ungverja úti í Ungverjalandi.

Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Leikmannahópur landsliðsins í kvöld: (Nr. Nafn · Félag · Landsleikir)     
3    Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík · 4 landsleikir
4    Helena Sverrisdóttir · Haukar · 60 landsleikir
6    Bryndís Guðmundsdóttir · Snæfell · 38 landsleikir
7    Margrét Kara Sturludóttir · Stjarnan · 14 landsleikir
9    Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Grindavík · 39 landsleikir
10    Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell · 22 landsleikir
11    Pálína Gunnlaugsdóttir · Haukar · 34 landsleikir
12    Sandra Lind Þrastardóttir · Keflavík · 6 landsleikir
15    Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Hamar · Nýliði
22    Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell · 3 landsleikir
25    Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan · 32 landsleikir
26    Auður Íris Ólafsdóttir · Haukar · 8 landsleikir
Fleiri fréttir

Sjá meira