Körfubolti

Aðeins rúmpöddur í herbergi Irving

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kyrie í leik með Cavs.
Kyrie í leik með Cavs. vísir/getty

Kyrie Irving, stjarna Cleveland Cavaliers, lenti í óskemmtilegri reynslu síðasta laugardag í Oklahoma. Þá réðust rúmpöddur á hann á Hilton-hóteli.

Þær náðu að bíta körfuboltastjörnuna sem svaf lítið. Hann þurfti að flýja rúmið og endaði með því að sofa þrjá tíma á sófanum í herberginu. Hann lýsti því hvernig hann hefði séð fimm pöddur á koddanum sínum.

Heilbrigðisyfirvöld í Oklahoma lokuðu herberginu daginn eftir á meðan það var sótthreinsað.

„Velferð gesta okkar er efst á blaði hjá okkur og hótelinu þykir mjög leiðinlegt að heyra af þessu,“ sagði í yfirlýsingu frá Hilton.

„Rúmpöddur geta komið hvaðanæva að og koma oft upp úr töskum fólks eða fötum. Við reynum því að skoða herbergin okkar sem oftast.“

Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem rúmpöddur finnast á þessu hóteli. Önnur herbergi voru skoðuð en aðeins fundust pöddur á herbergi Irving.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira