Sport

Sjáðu síðasta bardaga hjá andstæðingi Conors

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Næsti andstæðingur Conor McGregor, Nate Diaz, barðist síðast þann 19. desember. Viku eftir að Conor rotaði Jose Aldo.

Þá barðist Diaz við Michael Johnson í frábærum bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Sama kvöld náði Rafael dos Anjos að vinna Donald „Cowboy“ Cerrone auðveldlega.

Sjá einnig: Conor mætir Nate Diaz

Conor átti upprunalega að keppa við Dos Anjos og Cerrone vildi svo fá bardaginn við Conor er Dos Anjos dró sig úr bardaganum í gær vegna meiðsla.

Diaz kom mörgum á óvart með góðri frammistöðu gegn Johnson. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og allir dómarar voru sammála um að Diaz hefði unnið. Eftir rólega fyrstu lotu kviknaði á Diaz.

Sjá einnig: Svona leit fóturinn á Dos Anjos út í gær

Diaz hefur lítið keppt síðustu ár. Þetta var eini bardaginn hans í fyrra og árið 2014 keppti hann líka aðeins einu sinni. Það var í desember og þá tapaði hann einmitt fyrir áðurnefndum Dos Anjos.

Bardagi Diaz og Dos Anjos fór fullar þrjár lotur og Dos Anjos vann á stigum hjá öllum dómurum. Bardagi McGregor og Diaz er skipulagður í fimm lotur.

Sjá má bardagann í heild sinni hér að ofan. Pétur Marinó Jónsson lýsir.

Við vekjum líka athygli á viðtalinu við Diaz eftir bardagann þar sem hann skorar Conor á hólm.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×