Handbolti

Sömu dómarar á bikarúrslitaleikjum handboltans þriðja árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jónas Elíasson dæmir bikarúrslitaleik karla fjórða árið í röð.
Jónas Elíasson dæmir bikarúrslitaleik karla fjórða árið í röð. Vísir/Vilhlem

Dómaranefnd Handknattleikssambands Íslands hefur gefið út hvaða dómarar munu dæma leikina á bikarúrslitahelginni í Laugardalshöllinni sem hefst með undanúrslitum kvenna annað kvöld en lýkur með bikarúrslitum yngri flokkanna á sunnudaginn.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma bikarúrslitaleik karla á laugardaginn og eru líka eina dómaraparið sem dæmir tvo leiki hjá meistaraflokkunum. Þeir Anton og Jónas dæma einnig undanúrslitaleik Gróttu og Hauka í Coca Cola bikar kvenna.

Þeir Anton Gylfi og Jónas eru að dæma úrslitaleik karla þriðja árið í röð. Jónas hefur í raun dæmt úrslitaleik karla undanfarin fjögur ár því árið 2013 dæmdi hann bikarúrslitaleik karla með Ingvari Guðjónssyni.

Anton er líka að dæma bikaúrslitaleik fjórða árið í röð en hann dæmdi kvennaleikinn árið 2013 með Hlyni Leifssyni. Jónas dæmdi einnig kvennaleikinn 2012 og er hann því fimmta árið í röð í bikarúrslitaleik.

Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson munu dæma bikarúrslitaleik kvenna í ár en þeir eru að dæma úrslitaleik kvenna þriðja árið í röð. Þetta er því þriðja árið í röð sem sömu dómarar eru á bikarúrslitaleikjum meistaraflokka handboltans.


Dómarar á úrslitahelginni eru hér fyrir neðan.

Magnús Kári Jónsson/Ómar Ingi Sverrisson    Stjarnan-Fylkir    fim. 25.feb.2016    17.15    Coca Cola bikar kvenna undanúrslit
Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson    Grótta-Haukar    fim. 25.feb.2016    19.30    Coca Cola bikar kvenna undanúrslit
                              
Bjarki Bóasson/Gunnar Óli Gústafsson    Valur-Haukar    fös. 26.feb.2016    17.15    Coca Cola bikar karla undanúrslit
Eydun Samuelsson/Ingvar Guðjónsson    Stjarnan-Grótta    fös. 26.feb.2016    19.30    Coca Cola bikar karla undanúrslit
                              
Arnar Sigurjónsson/Svavar Ólafur Pétursson    Úrslitaleikur kvenna    lau. 27.feb.2016    13.30    Coca Cola bikar kvenna
Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson    Úrslitaleikur karla    lau. 27.feb.2016    16.00    Coca Cola bikar karla
               
Matthías Leifsson/Örn Arnarson    Fram-Víkingur    sun. 28.feb.2016    09:30    Bikark. 4.kv Y
Ómar Ingi Sverrisson/Svavar Ólafur Pétursson    FH-Selfoss    sun. 28.feb.2016    11:15    Bikark. 4.ka Y
Börkur Bóasson/Hörður Aðalsteinsson    Fjölnir-KA    sun. 28.feb.2016    13.00    Bikark. 4.ka E
Heimir Örn Árnason/Sigurður Hjörtur Þrastarson    Fram/Fylkir-HK    sun. 28.feb.2016    14.45    Bikark. 4.kv E
Bjarki Bóasson/Gunnar Óli Gústafsson    ÍR-Valur    sun. 28.feb.2016    16.30    Bikark. 3.ka
Bjarni Viggósson/Svavar Ólafur Pétursson    Fram-Selfoss    sun. 28.feb.2016    18.30    Bikark. 3.kv
Eydun Samuelsson/Ingvar Guðjónsson    Fram-Valur    sun. 28.feb.2016    20.30    Bikark. 2.ka


Dómarar í bikarúrslitaleik karla undanfarin ár:
2016 Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson
2015 Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson
2014 Anton Gylfi Pálsson/Jónas Elíasson
2013 Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
2012 Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
2011 Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson
2010 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson

Dómarar í bikarúrslitaleik kvenna undanfarin ár:
2016 Arnar Sigurjónsson/Svavar Ólafur Pétursson
2015 Arnar Sigurjónsson/Svavar Ólafur Pétursson
2014 Arnar Sigurjónsson/Svavar Ólafur Pétursson
2013 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
2012 Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson
2011 Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
2010 Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn IngibergssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira