Viðskipti innlent

Kópavogsbær sektaður um þrjár milljónir vegna brots gegn lögum um verðbréfaviðskipti

Birgir Olgeirsson skrifar
Sveitarfélagið birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er.
Sveitarfélagið birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. Vísir/GVA

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur lagt þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt á Kópavogsbæ vegna brots gegn laga um verðbréfaviðskipti.

Að því er fram kemur á vef FME birti sveitarfélagið ekki innherjaupplýsingar, sem fólust í tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 14. janúar árið 2014, eins fljótt og auðið er á jafnræðisgrundvelli.

Samkvæmt málsatvikum er Kópavogsbær útgefandi skuldabréfa sem skráð eru í Kauphöllinni. Á fundinum árið 2014 ákvað bæjarstjórnina að kaupa 30 til 40 íbúðir víðs vegar í Kópavogsbæ vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum.

Var það niðurstaða FME að tillagan um húsnæðismál sem bæjarstjórnin samþykkt á fundi sínu hefði falið í sér innherjaupplýsingar. Fól tillagan í sér verulegan kostnað fyrir Kópavogsbæ og upplýsingar um slíkt til þess fallnar að hafa áhrif á verðlagningu skuldabréfa bæjarins sem skráð voru í kauphöll. Mátti því gera ráð fyrir því að upplýstur fjárfestir myndi að öllum líkindum nýta umræddar upplýsingar til að byggja fjárfestingarákvörðun sína á varðandi skuldabréf sveitarfélagsins.

Fjármálaeftirlitið komst einnig að þeirri niðurstöðu að Kópavogsbær hefði ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli og þar með brotið gegn lögum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,22
8
242.526
ICEAIR
0,66
11
85.648
MARL
0,29
12
438.347
ORIGO
0
1
497
TM
0
1
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,52
8
78.711
EIK
-1,42
5
129.885
REITIR
-1,11
8
236.805
SIMINN
-0,95
10
162.353
N1
-0,82
5
133.850