Erlent

23 látnir í flugslysi í Nepal

Samúel Karl Ólason skrifar
Ættingjar farþega úr vélinni.
Ættingjar farþega úr vélinni. Vísir/EPA

Allir um borð létust í flugvél sem brotlenti í Nepal í morgun. Þrír áhafnarmeðlimir voru um borð og tuttugu farþegar. Vélin hvarf skömmu eftir flugtak en fannst svo í hlíðum fjalls nærri áfangastað sínum.

Samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvað olli slysinu. Flugslys þykja nokkuð tíð í Nepal. Hins vegar þótti veður gott á svæðinu en flugferðin átti einungis að taka tuttugu mínútur.

Þrjár þyrlur voru sendar til að leita að vélinni, en þegar þær komu á vettvang var þoka á svæðinu. Leitin gekk þó vel og logaði brakið enn þegar það fannst. Teymi hafa verið send á vettvang til að flytja líkin til byggða, en ómögulegt er að lenda þyrlum á svæðinu.


Tengdar fréttir

Farþegavél hvarf í Nepal

Lítil farþegaflugvél með að minnsta kosti 21 innanborðs er týnd í fjallgörðum Nepal. Vélin er af Twin Otter gerð og var á leiðinni frá bænum Pokhara til Jomson þegar öll samskipti við flugturn rofnuðu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira